Farið að síga á seinni hlutann

Þriðja og síðasta þraut er komin í loftið. Tuttugu duglegir leiðangursmenn í fimm liðum berjast þessa stundina um fjölskyldugralið. Liðin eru: Bergmann, Dýragarðurinn, Móaliðið, The Hólms og Vitringarnir þrír.
Lokavísbending sem vísar á gralið verður afhent laugardaginn 25. ágúst( nánar auglýst síðar). Vísbendingin verður aðeins veitt þeim þátttakendum sem hafa skilað inn réttum úrlausnum við þrautunum þremur fyrir föstudaginn 24. ágúst. Við viljum biðja þátttakendur um að fylgjast vel með gangi mála á www.grenndargral.is dagana fram að afhendingu lokavísbendingar.
Enn er einfalt að hefja leik. Þrautirnar þrjár eru á sínum stað og verða fram að föstudeginum 24. ágúst. Allt sem þarf að gera er að smella á logo Grenndargrals fjölskyldunnar hér til vinstri og finna fyrstu þraut.

Eftirleikurinn er auðveldur – en jafnframt skemmtilegur 🙂

Umsjónarmenn Grenndargrals fjölskyldunnar.

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd