Hvað er að frétta?
Heimasíðan hefur tekið smávægilegum breytingum vegna þátttöku Leitarinnar í 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar í ágúst. Til vinstri á síðunni má sjá logoið fyrir Grenndargral fjölskyldunnar en þar munu þrautirnar birtast. Nálgast má upplýsingar um framkvæmd og leikreglur með því að smella á Grenndargral fjölskyldunnar efst á síðunni. Auk þess verða fréttir sagðar reglulega hér á forsíðunni á meðan fjölskyldugralinu stendur. Þá má einnig nálgast upplýsingar á facebook-síðu Grenndargralsins.