Grenndargralið tekur þátt í afmælishátíð Akureyrar

 

 

Þreifingar hafa verið milli Grenndargralsins og forsvarsmanna afmælis Akureyrarbæjar um hugsanlega aðkomu að hátíðarhöldunum í sumar. Umsjónarmenn Grenndargralsins áttu fund í síðastliðinni viku með Sigríði Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra afmælisársins. Á fundinum var tekin ákvörðun um að bjóða upp á sérstaka afmælisútgáfu að Leitinni að grenndargralinu seinni hluta sumars. Um stutta útgáfu verður að ræða þar sem allir geta tekið þátt, jafnt ungir sem aldnir. Þessari afmælisútgáfu að Leitinni mun svo ljúka um það leyti sem hátíðarhöldin ná hámarki í sjálfri afmælisvikunni í lok ágúst.

Undirbúningur er hafinn en frekari fréttir af málinu verða birtar hér á heimasíðunni um leið og dregur til tíðinda.

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd