main image

Hvað er að gerast við Vestursíðu 9?

Sumir hafa séð stóru vinnuvélarnar hjá Síðuskóla og hugsað með sér hvað sé að gerast. Svarið er einfaldlega það að verið er að byggja nýtt elliheimili.

Byrjað var á verkinu þetta árið og verkinu á að vera lokið þann 1.september 2012. Þann 11.mars 2011 var tekin fyrsta skóflustungan. Voru þar margir viðstaddir.

Um er að ræða fimm kjarna og í hverjum kjarna eru níu íbúðir. Það verða semsagt 45 hjúkrunarrými. Kjarnarnir verða tengdir með göngum og verður stór samkomusalur inn á milli kjarnanna. Þar verður líka iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun og skrifstofa deildarstjóra.

Ásamt 45 herbergjum verður eldhús, borðsalur, setustofa, vinnurými, þvottahús og geymslur. Stærð hússins verður 3.752m2 og stærð lóðar er 16.340m2 . Áætlaður kostnaður er um 1,25 milljarðar króna auk búnaðar.

En aðalmálið er samt að gamla fólkinu líði vel og finnist lífið enn með tilgang þrátt fyrir að þau séu orðin gömul. Þá skiptir kostnaður engu máli. 🙂

Heimildir: Akureyri.is og mbl.is

10. október 2011

Höfundur: Þóra Katrín Erlendsdóttir, 8. bekk Síðuskóla.