Grenndargralið afhent 3. desember

Senn lýkur Leitinni að grenndargralinu árið 2010 með formlegum hætti. Miðvikudaginn 1. desember nk. verða veittar viðurkenningar þeim sem náðu framúrskarandi árangri í Leitinni bæði í Giljaskóla og Síðuskóla. Föstudaginn 3. desember verða sömu viðurkenningar veittar í Glerárskóla auk þess sem sigurvegarar í Leitinni að grenndargralinu 2010 verða krýndir. Fá þeir grenndargralið afhent við hátíðlega athöfn. Heimasíðan mun flytja fréttir af samkomuhöldunum og birta myndir.


Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd