Leitin að Karamellukrukkunni framundan!

Skapast hefur hefð fyrir því í Leitinni að grenndargralinu að taka forskot á sæluna þegar leitin er hálfnuð. Þeir þátttakendur sem skila inn réttum lausnum við fimm fyrstu þrautunum við upphaf sjöttu viku öðlast rétt til að leita að Karamellukrukkunni. Karamellukrukkan er ílát sem falið er á eða við Akureyri og inniheldur óvæntan glaðning. Þátttakendur fá vísbendingu sem leiðir þá að krukkunni og þeir sem finna hana eignast innihald hennar. Hér er því um nokkurs konar mini-útgáfu að ræða af aðalleitinni að sjálfu grenndargralinu.

Til að öðlast réttinn til að leita að Karamellukrukkunni þarf að skila inn réttum lausnum við fimm fyrstu þrautunum til umsjónarmanns Leitarinnar fyrir kl. 12:00 mánudaginn 11. október.

Fylgstu með á heimasíðunni mánudaginn 11. október kl. 20:00!!!!!!!!!!

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd