Stutt ávarp til nemenda

Jæja krakkar. Þá styttist í að Leitin að grenndargralinu árið 2010 hefjist. Þetta er í þriðja skiptið sem nemendur á unglingastigi (8.-10. bekk) gera tilraun til að finna gralið. Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan hjá ykkur sem ætlið að vera með. Núna munu þrír skólar taka þátt en það eru Giljaskóli, Glerárskóli og Síðuskóli. Því er til mikils að vinna. Þrautirnar eru fjölbreyttar og ættu allir að finna eitthvað áhugavert við sitt hæfi. Allt er að verða klárt og fyrsta þraut mun birtast á heimasíðunni eftir hádegi mánudaginn 6. september. Hún mun einnig fara upp á vegg í skólunum og þar munu þið geta fengið eintak af þrautinni til að taka með ykkur heim. Grenndargralið er enn sem komið er í Síðuskóla. Senn líður þó að því að það verði fært á felustaðinn. Það verður gert í skjóli nætur af ónafngreindum aðilum. Karamellukrukkan verður á sínum stað um miðbik Leitarinnar. Hvað leynist í krukkunni? Munið krakkar að vera duglegir að nýta ykkur heimasíðuna. Þar verður hægt að finna mikilvægar upplýsingar í tengslum við Leitina. Gangi ykkur vel og góða skemmtun.

Með kveðju,

Brynjar, Helga og Sigrún.

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd